Fréttir

Fyrsta heimsókn í Nordplusverkefninu „Technological Solutions For the Future"

Þann 4. nóvember síðastliðinn lagði hópur nemenda ásamt tveimur kennurum frá FS, af stað í skólaheimsókn til borgarinnar Šiauliai í Litháen. Ferðin er liður í samstarfsverkefni fjögurra landa. Þau lönd sem taka þátt í verkefninu ásamt Íslandi eru Danmörk, Svíþjóð og Litháen. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Nordplus Junior 2024 og ber heitið „Technological Solutions For the Future" og lýkur vorið 2026. Í lok mars á næsta ári koma löndin í heimsókn til okkar hér í Reykjanesbæ og svo verður farið til Danmerkur haustið 2025 og til Svíþjóðar vorið 2026.

Vélstjórnarnemendur skoðuðu Huldu

Nemendur af vélstjórnarbraut skólans fóru í skoðunarferð um borð í nýjan togara Þorbjarnar í Grindavík, b/v Huldu Björnsdóttur GK 11.

Innritun á vorönn

Innritun á vorönn stendur yfir 1. nóvember - 2. desember fyrir þá sem ekki stunda nám í skólanum á þessari önn.

Bleiki dagurinn í FS

Bleiki dagurinn var miðvikudaginn 23. október og tóku nemendafélagið og starfsmannafélagið sig saman um að halda upp á þennan mikilvæga dag

Umhverfislist hjá myndlistarnemum

Nemendur í sjónlistum og teikningu unnu umhverfislistaverk.

FS fékk viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Fjölbrautaskóli Suðurnesja var meðal þeirra stofnana og fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár.

FS-ingar og Sinfó

Núverandi og fyrrverandi nemendur okkar tóku þátt í tónleikum á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vikunni.

Vel heppnuð Erasmus+ ferð til Zagreb

Átta nemendur og tveir kennarar lögðu land undir fót og ferðuðust til Zagreb í Króatíu í byrjun september. Ferðin var vel heppnuð og lærðu nemendur ýmislegt um menningu og náttúru Króatíu.

Valkynning á sal

Miðvikudaginn 25. september var kynning á valáföngum á sal. Þar kynntu kennarar valáfanga sem nemendur geta tekið á vorönn.

Með FS út í heim!

Nýtt Nordplusverkefni er að hefjast-auglýsum eftir nemendum!