Síðdegisnám

Fjölbrautaskóli Suðurnesja býður upp á síðdegisnám í verk- og starfsnámi. Námið er einkum ætlað þeim sem vilja taka nám í sinni grein með vinnu. Ekki er opið fyrir umsóknir fyrir námið en verður það sérstaklega auglýst á heimasíðu og samfélagmiðlum skólans þegar þar að kemur í hverri námsgrein. 

Nemendur sem eru komnir vel á veg í námi og vilja athuga hvort hægt sé að komast er í staka áfanga er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans eða á fss@fss.is 

 

Skólaárið 2024-2025 er þetta nám í boði síðdegis.

    • Húsasmíði
      Áfangarnir efnisfræði og grunnteikning eru kenndir síðdegis á vorönn 2024. Stefnt er að því að hefja síðdegisnám í verklegum áföngum á haustönn 2024.
      Húsasmíðabraut

    • Rafiðnir
      Á haustönn 2024 er 3. önn í rafiðnum kennd síðdegis. Nýir nemendur verða teknir inn þegar hópur sem hóf nám haustið 2023 lýkur sínu námi.
      Rafiðnabraut

    • Pípulagnir
      Nám í pípulögnum hófst haustið 2023. Námið tekur tvö ár og klárar þessi hópur það nám. Næsti hópur verður tekinn inn haustið 2025.
      Pípulagnabraut

    • Sjúkraliðanám
      Á haustönn 2024-2025 er 1. og  3. önn í námi á sjúkraliðabraut/brú kennd síðdegis.
      Sjúkraliðabraut

    • Iðnmeistaranám
      Iðnmeistarnám er kennt síðdegis á haustönn 2024. Námið er kennt í lotum. Hver lota stendur í nokkrar vikur og nemendur ljúka tveimur til þremur áföngum í hverri lotu. Þeim sem vilja taka einstaka áfanga er bent á að hafa samband við Guðmund Grétar Karlsson áfangastjóra á gudmundur.karlsson@fss.is.
      Nánar um iðnmeistaranámið