Skipulag náms, námsframvinda og útskrift

Skipulag náms


Nám í framhaldsskóla er krefjandi nám alveg sama á hvaða námsbraut maður er.
Á vefnum má sjá þær námsleiðir sem skólinn býður upp á.

  • Þegar nemendur hefja nám í skólanum geta nemendur valið þá braut sem fellur best að áhuga þeirra en mikilvægt er að hafa í huga að ákveðin inntökuskilyrði eru á allar brauti skólans nema framhaldsskólabrautir. Það er afar mikilvægt að nemendur kynni sér vel þá námsbraut sem þeir hafa valið og átti sig á skipulagi og kröfum brautarinnar.
  • Um miðbik hverrar annar (nema útskriftarannar) velja nemendur áfanga fyrir næstu önn. Í verk- og starfsnámi er yfirleitt búið að leggja upp að mestu hvaða áfanga á að velja fyrir komandi önn en nemendur bæta við almennum greinum eins og íslensku og stærðfræði svo eitthvað sé nefnt.
  • Nemendur á stúdentsbrautum velja áfanga skv. námsbraut en nýta Excel-skjal sem allir nemendur á stúdentsbrautum hafa í viðhengi í INNU sér til glöggvunar. Nemendur á stúdentsbrautum sem stefna á þriggja ára nám þurfa að taka að minnsta kosti 7 áfanga auk íþrótta á þremur önnum og 6 áfanga á hinum. Ef nemendur kjósa að dreifa náminu á lengri tíma verður álagið minna.
  • Í ljósi þessa er mjög mikilvægt að nemendur skoði vel stundatöflu sína í upphafi hverrar annar og athugi hvort ekki séu örugglega nógu margir áfangar í töflunni. Ef of fáir áfangar eru í stundatöflu þá getur það haft áhrif á útskrift. Það er því mikilvægt að nýta sér töflubreytingar sem boðið er upp á í INNU í upphafi hverrar annar eða leiti til námsráðgjafa og fá aðstoð hjá þeim.
  • Nemendur á öllum stúdentsbrautum taka lokaverkefni sem er krefjandi ritgerðaráfangi auk kynningar á verkefninu. Í áfanganum er m.a. lagður grunnur að vinnu með ritrýndar heimildir svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fara í þennan áfanga á síðustu eða næstsíðustu önn að loknum lokaáfanga í íslensku eða samhliða honum.
  • Til að útskrifast þurfa nemendur að uppfylla öll skilyrði þeirrar brautar sem þeir eru skráðir á s.s einingafjölda og þrep. Nemendur sem eiga ólokið að hámarki 8-9 áföngum geta pantað tíma hjá áfangastjóra á önninni fyrir útskriftarönn, þar sem farið er nákvæmlega yfir ferilinn og staðan metin.

Reglur um námsframvindu

  • Ef nemendur ljúka áfanga með fullnægjandi árangri er almennt ekki leyfilegt að taka áfangann aftur.

Reglur um nám á útskriftarönn

  • Ef fall í einum áfanga í áfangaskóla kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast með lokapróf skal leyfa honum að taka upp próf í þeim áfanga í lok sömu annar.
  • Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar.