Félagsráðgjafi

Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir
Félagsráðgjafi

Allir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja geta óskað eftir ráðgjöf / viðtali við félagsráðgjafa skólans sem er Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir.
Skrifstofa hennar er á annarri hæð við hliðina á stofu 231 og er hægt að panta tíma á netfangið rannveig.ragnarsdottir@fss.is eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Rannveig er með viðveru alla virka daga frá kl. 8:00-14:00 og til 16:00 á mánudögum.

BÓKA TÍMA HJÁ FÉLAGSRÁÐGJAFA

Starfslýsing félagsráðgjafa í skólum
Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti. Heildarsýn er leiðarljós í allri vinnu félagsráðgjafa. Hún felur í sér að gaumgæfa félagslegar-, tilfinningalegar og námslegar aðstæður einstaklinga sem þeir vinna með hverju sinni.

Félagsráðgjafi er talsmaður nemenda og og bundinn trúnaði við þá eins og lög kveða á um hverju sinni. Hann stendur vörð um velferð þeirra og beinir sjónum að því sem stuðlar að góðri líðan nemenda. Hann aðstoðar þá við að greina styrkleika sína og virkja þá til frekari ávinninga í námi og á persónulegum vettvangi. Áhersla er lögð á að hjálpa nemendum að mæta hindrunum og draga úr áhrifum þeirra. Helstu verkefni félagsráðgjafa í skólum eru:

  • persónuleg ráðgjöf: ráðgjöf og viðtöl við nemendur sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða tilfinningalegum vanda til dæmis vegna eineltis, samskiptavanda, hegðunarvanda, kvíða, depurðar, feimni, brotinnar sjálfsmyndar, ofbeldis og fátæktar.
  • þverfagleg samvinna: samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.
  • mótun og þróun úrræða: félagsráðgjafi metur þörf fyrir úrræði, mótun og þróun þeirra úrræða sem beitt er hverju sinni og árangur.
  • foreldraráðgjöf: ráðgjöf við foreldra sem þurfa uppeldisráðgjöf eða aðra ráðgjöf sem tengist hagsmunum og líðan nemenda.