Pípulagnabraut 2023 (PBL23) - 265 ein.

Ekki er tekið við umsóknum að svo stöddu.

Um brautina

Pípulagningamaður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Hann þekkir helstu eiginleika og verkan efna og tækja og getur valið þau eftir verkefnum. Pípulagningamaður getur lagt vatnshitakerfi og neysluvatnskerfi innanhúss og ýmis sérhæfð lagnakerfi, lagt frárennsliskerfi innanhúss og í jörðu, sett upp og tengt hreinlætis- og heimilistæki og sett upp og stillt búnað í tækjaklefum. Pípulagningamaður getur annast viðhald og viðgerðir á lagnakerfum og búnaði tengdum þeim. Hann getur leiðbeint húseigendum um val á efnum í nýbyggingum og við viðhald. Pípulagnir er löggilt iðngrein. Áætlaður námstími er 4 ár og þar af 2 ár í skóla.

Nánari upplýsingar um einstaka áfanga má finna á eftirfarandi vefsíðu: https://namskra.is/programmes/9e174f5c-f25b-42e1-8b1b-9a5d48cfdce5

Prentvæn útgáfa

PDF-skjal með Pípulagnabraut 2023 til að prenta út.

PRENTVÆN ÚTGÁFA - Pípulagnabraut 2023
ALMENNAR GREINAR - 30 einingar Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 30 ein.
Íslenska ÍSLE   2BR05         5
Stærðfræði STÆR   2AR05
        5
Enska ENSK   2OS05         5
Lýðheilsa LÝÐH 1HF05           5
Inngangur að félagsvísindum FÉLV 1IN05           5
Íþróttir ÍÞRÓ 5 ein. val           5
SÉRGREINAR BRAUTAR - 75 einingar Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 75 ein.
Áætlun og gæðastjórn ÁÆST         3SA05   5
Efnisfræði grunnnáms EFRÆ 1GN04           4
Endurlagnir og viðgerðir ENVI         3PL03   3
Frárennslikerfi FRKE   2PL03 2PL04       7
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1FB05           5
Grunnteikning GRTE 1FF05           5
Hitakerfi HITA   2PL04         4
Hreinlætistæki HREI   2PL03         3
Lokaverkefni í pípulögnum LOKA         3PL03   3
Málm- og plastsuða MLSU 1PL03           3
Neysluvatnskerfi NEYS   2PL04         4
Sérhæfð lagnakerfi SÉLA   2PL03     3PL03   6
Skyndihjálp SKYN   2EÁ01         1
Stýringar og tæknibúnaður SOGT   2PL03     3PL03   6
Teikningar og verklýsingar TEIK 1PL04 2PL04     3PL04   12
Verktækni grunnnáms byggingagreina VGRT 1GN04           4
STARFSÞJÁLFUN - 160 einingar Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 160 ein.
Starfsþjálfun STAÞ 1PL30 2PL30 2PL30 2PL30 3PL30 3PL30 160