Umhverfis- og loftslagsstefna

Skólinn tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.
Umhverfisstefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja byggir á innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri og tillögum um umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem umhverfisráðuneytið gaf út 1997 og samþykktar voru í ríkisstjórn 1997.

Meginmarkmið:
Að skapa umhverfisvænt en jafnframt hlýlegt umhverfi sem bæði nemendur og starfsfólk skólans beri virðingu fyrir og finnist gott að starfa í. Auk þess er stefnt að því að gera starfsemi skólans umhverfisvænni, auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra. Einnig draga úr rekstrarkostnaði eins og hægt er, innleiða áherslur í umhverfismálum og gera aðgerðir skólans í umhverfismálum sýnilegar.

Deilimarkmið:
Stefnt skal að því að innleiða græn skref í ríkisrekstri, en í því felst m.a. að:

  • auka fræðslu og umræðu um umhverfismál innan skólans og virkja nemendur og starfslið hans til þátttöku í umhverfismálum.
  • umgengni verði til fyrirmyndar í húsakynnum skólans.
  • vel sé hugsað um lóð skólans þannig að starfssvæði hans endurspegli á hverjum tíma metnað skólasamfélagsins fyrir umhverfi sínu.
  • við innkaup verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða með hliðsjón af kostnaði og gæðum.
  • nota sem minnst af skaðlegum efnum og sem mest af endurnýtanlegum.
  • flokka rusl.
  • úrgangur sem til fellur í rekstri skólans sé endurunninn eða endurnýttur eftir því sem við verður komið.
  • lágmarka notkun á pappír og plasti.
  • tryggja að spilliefnum sé fargað á viðeigandi hátt.
  • lágmarka notkun einnota matar- og drykkjaríláta.
  • hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga og hjóla í skólann eða nota almenningssamgöngur eftir því sem við verður komið.
  • hvetja þá sem koma lengra að til að sameinast í bíla og/eða nota vistvænan ferðamáta eins og hægt er.
  • meta árangur í umhverfismálum í skólanum, að gera sýnilegt það sem vel er gert og leita leiða til úrbóta á því sem betur má fara.

Aðgerðaáætlun:

  • Að skólinn standi árlega fyrir fræðslu um umhverfismál fyrir nemendur og starfsfólk eftir því sem kostur er. Í framhaldi af því skal hvetja til umræðna um umhverfismál og leita leiða til að ná árangri í umhverfisvernd.
  • Bjóða uppá áfanga sem tengjast umhverfismálum og umhverfisvernd.
  • Hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga vel um sameiginleg svæði skólans, utandyra sem innan.
  • Hafa mottur sem taka við bleytu og óhreinindum við innganga skólans.
  • Hreinsa reglulega rusl af skólalóð og tyggjóklessur af stéttum við innganga skólans.
  • Við ræstingu verði einungis notuð umhverfisvæn efni.
  • Viðhalda og efla sorpflokkunarkerfi skólans.
  • Hvetja starfsfólk og nemendur til að lágmarka ljósritun og prentun.
  • Hvetja starfsfólk og nemendur til að ljósrita, prenta og skrifa beggja vegna á pappír.
  • Endurnýta pappír eins og kostur er t.d. nýta sem minnismiða.
  • Bjóða uppá margnota drykkjarílát.
  • Að allur óskilafatnaður og skór fari til líknarfélaga á svæðinu.

Loftslagsstefna

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Skólinn vill leggja sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamningsins sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Stefnan nær til samgangna á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, orkunotkunar, úrgangsmyndunar, innkaupa og umhverfisfræðslu. Stefnan nær til allrar starfsemi skólans, bygginga, mannvirkja og framkvæmda. Áhersla er jafnframt lögð á að fylgja Grænum skrefum og skila Grænu bókhaldi fyrir 1. apríl á hvert.

Umhverfis- og loftslagsstefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja er rýnd að lágmarki þriðja hvert ár og yfirmarkmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt af stjórnendum.

Síðast endurskoðað í október 2024