Áætlun Fjölbrautaskóla Suðurnesja um viðbrögð við áföllum
Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast sem snerta nemendur og starfsmenn skólans. Áfallaráð fylgir áætlun um viðbrögð við áföllum.
Áfallaráð
Almennt um áfallahjálp
Ef áfall verður í skóla skal líkamleg skyndihjálp hafa forgang. Einnig þarf að huga að sálrænni skyndihjálp sem felst í því að kennarar og starfsmenn skólans róa og hugga nemendur og hverja aðra. Þeim skal leyfast að fá sem eðlilegasta útrás fyrir tilfinningar sínar, sem geta birst á mismunandi hátt, m.a. sem grátur, ógleði, skjálfti og köfnunartilfinning, doði, tómleikatilfinning, fólksfælni og þörf fyrir einveru.
Það skiptir miklu máli að þeir sem veita áfallahjálp séu rólegir og gefi sér nægan tíma.
Fyrstu viðbrögð skólans við alvarlegu slysi eða dauðsfalli
1. Verði einhver var við að áfall hafi átt sér stað er mikilvægt að koma upplýsingum til skrifstofu eða skólastjórnenda án tafar. Mikilvægt er að koma í veg fyrir sögusagnir með réttri upplýsingagjöf og því þarf strax að hefjast handa. Skólameistari / aðstoðarskólameistari fær staðfestingu á slysi hjá aðstandendum, lögreglu eða sjúkrahúsi.
2. Skólameistari / aðstoðarskólameistari kallar áfallaráð skólans saman. Fyrsti fundur ætti að vera stuttur, þar sem verkum er skipt og fyrstu aðgerðir skólans ákveðnar.
3. Skólameistari / aðstoðarskólameistari kallar starfsmenn skólans saman. Starfsmönnum er tilkynnt hvað gerst hefur og hvernig skólinn hyggst taka á málum.
4. Segja nemendum skólans frá atburðinum. Gæta þarf þess að nemendur fái fregnina samtímis, hægt er að gera það á tvennan máta:
a. Kennarar segja frá atburðinum hver í sinni skólastofu.
b. Nemendur kallaðir á sal þar sem skólameistari / aðstoðarskólameistari segir frá atburðinum.
5. Sé um dauðsfall að ræða:
a. Húsvörður flaggar í hálfa stöng að tilkynningu lokinni.
b. Ritari setur fram dúkað borð og kveikir á kerti.
c. Kveðja til prest eða annan fagaðila ef ástæða þykir til.
Viðbrögð við skyndilegu fráfalli starfsmanns
1. Skólameistari / aðstoðarskólameistari fær staðfestingu á fráfalli.
2. Áfallaráð kallað saman og skipuleggur úthringingu til annarra starfsmanna.
3. Áfallaráð ákvarðar næstu skref.
Viðbrögð næstu daga
4. Hafi nemandi eða starfsmaður látist er hins látna minnst með sameiginlegri athöfn í umsjá prests eða annars fagaðila. Ritari sér um að minningarbók liggi frammi.
5. Húsvörður flaggar á jarðarfarardag.
Alvarleg slys / langvarandi veikindi nemenda eða andlát aðstandanda þeirra
• Skólastjórnendur eða námsráðgjafi fær staðfestingu á veikindum / slysi hjá forráðamanni nemandans.
• Upplýsingum komið til kennara nemandans auk annarra sem málið varðar.