Fjölbrautaskóli Suðurnesja á í fjölbreyttu erlendu samstarfi.
Skólinn er með aðild að Erasmus+ áætluninni til 2027, bæði í almennum skólahluta og verknámshluta. Þá er skólinn einnig hluti af samstarfsneti AFS í gegnum Erasmus+ aðild AFS. Auk þess hefur starfsfólk skólans tekið þátt í verkefnum á vegum EEA grants, Nordplus og SEF. Í tenglunum hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um þau verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í.
Nemendur í verknámi.
Nemendum í verknámi gefst kostur á að taka hluta af starfsnámi sínu í útlöndum með Erasmus+ styrk. Starfsnám erlendis er metið að fullu. Starfsnámið er einnig í boði fyrir nýútskrifaða nemendur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er í samstarfi við skóla og vinnustaði í ýmsum löndum t.d. Noregi, Danmörku, Spáni, Lettlandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Króatíu og aðstoðar við að finna samstarfsaðila í öðrum löndum ef þess er óskað. Nemendur geta verið í einn til þrjá mánuði og jafnvel lengur eftir samkomulagi. Nemendur þurfa að vera 18 ára til að sækja um að fara erlendis í starfsnám.
Nánari upplýsingar gefur Harpa Kristín Einarsdóttir alþjóðafulltrúi, harpa.einarsdottir@fss.is
Umsókn um starfsnám erlendis á Erasmus+ styrk: https://forms.office.com/e/e8jLeUUvgt