Virðing, samvinna, árangur
Hlutverk Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008. Samkvæmt annarri grein laganna er hlutverk skólans "að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun."
Framtíðarsýn og markmið
Framtíðarsýn skólans er til ársins 2026 og skiptist í fimm þætti. Hún var unnin af starfsfólki skólans skólaárið 2021-2022. Fyrir hvert skólaár er unnin aðgerðaáætlun þar sem unnið er nánar með hvern þátt.