Um bókasafnið

Bókasafn skólans er staðsett á 1. hæð í nýjasta hluta skólahússins. Safnið er þar í 250 m2 húsnæði. Á safninu eru tölvur og vinnuborð, lessalur fyrir u.þ.b. 25 manns; auk þess er aðstaða fyrir 20-25 manns í tveimur hópvinnuherbergjum.

Afgreiðslutími

Bókasafnið er opið mánudaga-fimmtudaga kl. 8:00-16:30 og föstudaga kl. 8:00-14:30.

Safnkostur

Á bókasafninu er m.a. að finna bækur, tímarit, geisladiska, mynddiska, hljóðbækur og fleira. Flest gögn safnsins er lánuð út og er útlánatími 2 vikur. Mynddiskar eru þó aðeins lánaðir í einn dag. Kennslubækur, orðabækur, alfræðirit og handbækur eru geymdar sér og eru ekki lánaðar út. Bækur sem eru fráteknar vegna verkefna eru einnig geymdar sér og eru lánaðar út í samráði við bókaverði. Nýjustu tímaritahefti eru í skáhillum í safninu en eldri hefti á lessal. Á safninu eru fjórar borðtölvur og nokkrar fartölvur.

Gegnir

Bókasafnið er aðili að landskerfi bókasafna, Gegni. Bækur og annað efni safnsins er skráð í kerfið og hægt er að leita í kerfinu á vefsíðunni Leitir.is. Útlán safnsins eru einnig tölvuvædd og eru þau færð í Gegni.