Forvarnarstefna

Meginmarkmið:

  • Að nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja tileinki sér heilbrigða lífssýn og vímulausan lífsstíl.

Deilimarkmið:

  • Að styrkja sjálfsmynd nemenda.
  • reglur skólans um meðferð og neyslu áfengis og annarra vímuefna séu virtar í húsakynnum og á lóð skólans, á skemmtunum og ferðalögum á vegum skólans.
  • Að allir nemendur skólans séu upplýstir um skaðsemi vímuefna á líf og heilsu.
  • Að vinna að forvarnastarfi með foreldrum/forráðamönnum nemenda.
  • Að taka þátt í forvarnastarfi sveitarfélaganna.

Aðgerðaráætlun:

  • Forvarnafulltrúi starfar við skólann og vinnur að skipulagi forvarnastarfs með stjórnendum og námsráðgjöfum og er félagslífsfulltrúa og nemendum til aðstoðar varðandi skipulagningu skemmtana.
  • Forvarnafulltrúi hefur samráð við félagsmálayfirvöld í sveitarfélögunum á Suðurnesjum um málefni nemenda er tengjast neyslu vímuefna og kemur þeim í viðurkenndan farveg.
  • Í skólanum er boðið upp á þjónustu sálfræðings/félagsráðgjafa sem nemendur geta leitað til.
  • Skólinn hefur samstarf við lögreglu í tengslum við skemmtanir á vegum skólans.
  • Fyrir hvern dansleik sendir forvarnafulltrúi póst á alla nemendur og forráðamenn með upplýsingum um forvarnir.
  • Í öllu forvarnastarfi skólans er lögð áhersla á að nemendur taki gagnrýna afstöðu til fíkniefnaneyslu.
  • Forvarnavika í skólanum er á haustönn í samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu. Þá eru skipulagðir fyrirlestrar og aðrir viðburðir. Forvarnafulltrúi upplýsir starfsfólk tímanlega um dagskrá forvarnavikunnar.
  • Ef ósjálfráða nemendur eru sýnilega undir áhrifum vímuefna á skemmtunum eða ferðalögum skólans hefur forvarnafulltrúi samband við foreldra og biður þá að ná í barn sitt. Sjálfráða nemendum sem eru sýnilega undir áhrifum vímuefna á skemmtunum er boðið að hringja og láta ná í sig en er vísað burt af skemmtuninni. Nemendur þurfa í kjölfarið að funda með forvarnafulltrúa. Við brot á reglum skólans er nemandi tímabundið útilokaður frá skemmtunum og ferðalögum á hans vegum.
  • Nemendur á fyrsta námsári eru í námsáfanga þar sem meðal annars er fjallað um sjálfsmynd, sjálfsstyrkingu, einelti og fordóma.
  • Í öllum áföngum er sjálfsmynd nemenda styrkt með því að kennarar hvetja þá til dáða, gefa góð ráð og hrósa fyrir vel unnin verk.
  • Skólinn styður við bakið á þeim nemendum sem þurfa úrræði vegna sérstakra aðstæðna.

Síðast endurskoðað í apríl 2024

Forvarnafulltrúi

Lilja Dögg Friðriksdóttir
Íslenska / forvarnafulltrúi