Einka- og styrktarþjálfun ÍAK 2024 (ES24) - 170 ein.

Næsti hópur fer af stað haustið 2025
Smelltu hér til að sækja um!

Stundatafla - vorönn 2025
Stundatafla

Frekari upplýsingar um brautina veitir
Elvar Sævarsson,
elvar.saevarsson@fss.is


Upplýsingar fyrir nemendur, skólaárið 2024-2025

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar til nemenda s.s. skóladagatal, stundaskrá og bókalista. Birt með fyrirvara um breytingar.

Inntökuskilyrði

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólanámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Einnig þurfa umsækjendur að hafa lokið undanfaraáföngum (sjá hér fyrir neðan) áður en nám hefst í sérgreinum brautarinnar. Möguleiki er á að fá annað nám metið í stað undanfaraáfanga og því mikilvægt að senda inn umbeðin gögn með umsókn. Við hvetjum þá sem ekki hafa lokið undanfaraáföngum til að sækja um sem fyrst svo tími gefist til að ljúka þeim áföngum sem uppá vantar.
  • Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur samband eftir að umsókn hefur borist og aðstoðar umsækjendur við að leita lausna varðandi undanfaraáfanga.
  • Umsækjendur með stúdentspróf eða bakkalárgráðu frá háskóla fá alla undanfara metna og komast því beint inn í sérgreinar brautarinnar.
  • Allir umsækjendur verða boðaðir í kynningar- og inntökuviðtal. Öllum umsóknum verður svarað.
  • Hægt er að sækja um á umsokn.inna.is

Samsetning og fyrirkomulag náms

Sérgreinar námsins eru kenndar á tveimur önnum, haust- og vorönn, með blöndu af fjarnámi og staðlotum. Bóklegur hluti námsins er að mestum hluta kenndur í fjarnámi en verklegur hluti í staðlotum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Skyldumæting er í staðlotur. Nemendur þurfa að hafa aðgang að aðstöðu til líkamsræktar s.s. heilsuræktarstöð á meðan námi stendur.

FYRRI ÖNN (HAUST)

SEINNI ÖNN (VOR)

Algengar spurningar

Get ég stundað námið hvar sem er á landinu?

Námið er skipulagt sem fjarnám með staðlotum Nemendur geta auðveldlega stundað námið hvar sem er á landinu en þurfa þó að mæta í staðloturnar. Nemendur alls staðar af landinu hafa hingað til sótt námið.

Er mögulegt að vinna með náminu?

Ekki er ráðlagt að vinna fulla vinnu með náminu þar sem álagið í náminu er mikið. Stefni nemandi á að vinna með náminu er mjög mikilvægt að skipulag sé mjög gott og vekjum við því athygli á náms- og starfsráðgjöfum Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem veita ráðleggingar varðandi skipulag og námstækni. Sérgreinaárið telur 70 einingar sem eru fleiri einingar en skilgreiningin á fullu námi á framhaldsskólastigi segir til um, eða 60 einingar á ári.

Hvað kostar námið?

Innritunargjald er kr. 6.000. Hver eining kostar 3.000 kr. Námsgjöld eru ekki endurgreidd eftir að önnin hefst.

Einingar Verð + innritunargjald
Einn áfangi - 5 einingar  6.000 + 15.000 = 21.000 kr.
Fullt nám - 35 einingar 6.000 + 105.000 = 111.000 kr.

Er námið hugsað fyrir fólk á ákveðnum aldri?

Nei, námið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á þjálfun einstaklinga og heilbrigðum lífsstíl. Nemendur okkar hingað til hafa verið á öllum aldri og af öllum kynjum.

Er gerð krafa um að nemendur séu í góðu líkamlegu ástandi?

Æskilegt er að nemendur séu færir um að framkvæma þær æfingar sem fylgja líkamsþjálfun til að geta leiðbeint skjólstæðingum með framkvæmd æfinga. Ekki er gerð krafa um að nemendur séu í afburða líkamlegu ástandi.

Hvaða námslega grunn þarf ég að hafa til að komast inn?

Þar sem brautin er heil námsbraut á framhaldsskólastigi þurfa umsækjendur að hafa lokið við áfanga í kjarna- og heilbrigðisgreinum (við köllum þessa áfanga undanfaraáfanga) brautarinnar áður en nám í sérgreinum hefst. Upplýsingar um hvaða áfangar þetta eru má finna hér að ofan en mögulegt er að fá sambærilega áfanga metna í stað þeirra sem taldir eru upp.

Get ég tekið áfanga sem mig vantar uppá til að standast inntökuskilyrðin hjá FS?

Já, FS býður uppá nokkra af þeim áföngum sem tilheyra námsbrautinni í kjarna í staðnámi. Einnig eru áfangarnir kenndir í fjarnámi í öðrum framhaldsskólum.

Get ég sótt um án þess að vera búinn með undanfaraáfanga?

Já, þú getur sent okkur umsókn án þess að hafa lokið undanfaraáföngunum og við aðstoðum þig með að finna út hvaða áfanga þig vantar upp á til að komast inn í sérgreinarnar. Undanfaraáföngunum þarf að vera lokið áður en sérgreinarnar hefjast.

Braut - Prentvæn útgáfa

PDF-skjal með Einka- og styrktarþjálfun ÍAK 2024 til að prenta út.

PRENTVÆN ÚTGÁFA - Einka- og styrktarþjálfun ÍAK 2024
KJARNI - 100 einingar Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 100 ein.
Íslenska ÍSLE       2BR05 2LR05         10
Stærðfræði STÆR       2AH05 eða 2AR05 2TL05       10
Enska ENSK       2GA05 2KO05         10
Danska DANS       2LB05 eða 2LU05         5
Vinnubrögð, iðni, tjáning og aðferðir VITA       2VT05           5
Lýðheilsa LÝÐH 1HF05                 5
Upplýsingatækni UPPL       2TU05           5
Inngangur að félagsvísindum
FÉLV 1IN05                 5
Inngangur að náttúruvísindum
NÁTT 1GR05                 5
Bókfærsla BÓKF       2BF05           5
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05                 5
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL       2IL05 2SS05         10 
Næringarfræði NÆRI       2NN05            5
Sálfræði SÁLF       2HS05            5
Siðfræði SIÐF       2SÁ05           5
Skyndihjálp SKYN       2EÁ01           1
Íþróttir   4 ein.                 4
                       
SÉRGREINAR - 70 einingar Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 70 ein.
Einka- og styrktarþjálfun ESÞJ             3HS10 3ÍS05 3VL05 20
Íþróttalífeðlisfræði ÍÞLE             3ÞÍ05     5
Íþróttafræði - Næringafræði/Sálfræði ÍÞRF             3NÆ05 3SÁ05   10
Markaðsfræði og stofnun fyrirtækja MFSF       2RM05           5
Mælingar og greiningar MÆLG             3MÆ05     10
Vöðva- og hreyfifræði VOHR       2VF05     3VF10     15
Æfingakerfi þjálfunar ÆFÞJ             3SÞ05 3ÆF05   10

Netkynningarfundur 22. maí