Kennsluhættir

Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er lögð áhersla á að skapa góðan vinnuanda í skólastofunum þar sem metnaður ríkir.

  • Í skólanum er sérstök áhersla lögð á mannlega þáttinn og að gagnkvæm virðing og umburðarlyndi ríki í samskiptum kennara og nemenda.
  • Markmiðið er að nota árangursríkar og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af þörfum nemenda, námsgreinum og verkefnum, t.d. fyrirlestra, paravinnu, hópavinnu o.s.frv. Kennsluaðferðir séu miðaðar við nýjustu upplýsingatækni.
  • Kennarar skólans eiga gott samstarf og á hverri önn eru haldnir 3-4 fagfundir og 3-4 námsfundir þar sem þeir ræða fagleg mál og samræma starfshætti sína.
  • Kennsla er skipulögð í 55 mínútna kennslustundum. Frá kl. 8:15 til 14:55 (einstaka áfangar eru til kl. 16:00) mánudaga til fimmtudaga og 8:15-13:55 á föstudögum.

Síðast breytt: 15. september 2023