Starfsbraut 2016 (ST16) - 240 ein.

Um brautina

  • Starfsbraut er ein af mörgum brautum skólans.
  • Markmið starfsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið og þátttöku í atvinnulífinu og/eða frekara námi.
  • Nemendahópurinn er breiður og námið og/eða hæfniviðmiðin geta verið einstaklingsmiðuð.
  • Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum í grunnskólum og/eða haft aðlagað námsefni. Nemendur þurfa einnig að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina.
  • Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda.
  • Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði.
  • Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, þ.e. ef þeir hafa áhuga og/eða hæfni til þess.
  • Nám á starfsbraut tekur allt að fjögur ár en þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.
  • Leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.
  • Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Mögulegt er að brautskrá nemanda fyrr ef aðstæður nemanda leyfa. Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.
  • Nánari upplýsingar um starfsbrautina má nálgast á https://namskra.is/programmes/cc1b0dd8-ea24-4a48-b19e-e1d7a7a14bbe

Markmið brautar

Að loknu námi á Starfsbraut FS skal nemandi hafa hæfni til að:

  • Þekkja styrkleika sína
  • Vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
  • Taka þátt í í lýðræðisþjóðfélagi
  • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • Leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
  • Tjá eigin skoðanir
  • Leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
  • Nýta sér fjölbreyttar nálganir í daglegu lífi
  • Nýta sér læsi í víðu samhengi
  • Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í tjáningu og/eða ritun
  • Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
  • Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
  • Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
  • Verða félagslega, tilfinningalega og siðferðilega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu sem samfélagsþegnar
  • Geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum, leiðréttingarforrit og talgervla
  • Átti sig á tengingunni á milli réttinda og skyldna

Prentvæn útgáfa

PDF-skjal með Starfsbraut 2016 til að prenta út.

prentvæn útgáfa - Starfsbraut 2016
KJARNI 136 ein. Grein Áfangar 136 ein.
Íslenska ÍSLE 1HV05 1JR05 1LM05 1MB05 1SA05 1SJ05 1TL05 1TM05   40 ein.
Lífsleikni LÍFS 1FJ05 1HN05 1JR05 1KF05 1LM05 1LÆ05 1SB05 1SK05   40 ein.
Heilbrigðisfræði HBFR 1GH02 1KF02 1PH02 1SS02           8 ein.
Lýðheilsa LÝÐH 1HR02 1ÍÚ02 1ST02 1XX02           8 ein.
Starfsnám STAR 1AÞ05 1RS05 1SA05 1SH05 1ST05 1SÚ05 1VF05 1VS05   40 ein.
                       
VAL 104 ein. Grein Áfangar 104 ein.
Íslenska ÍSLE 1MT05                  
Danska DANS 1BM02 1LÆ02 1SK02 1TF02            
Enska ENSK 1BÓ04 1FE04 1KV04 1MT04 1TL04 1TÖ04 1ÞS04      
Heimilisfræði HEFR 1BA05 1HO04 1HV03 1HÖ02 1MM04 1SB04 1SS04 1VH05 1ÞH03  
Landafræði LAND 1HÁ03 1NL03                
Listir LSTR 1SÍ03 1SU02 1ST03 1TH03 1TN03 1ÞT03        
Lífsleikni LÍFS 1FH05 1FJ06 1LK05 1NS05 1TÓ05 1UM05 1ÚÚ02      
Lýðheilsa LÝÐH 1BO02 1DS02 1GV02 1ÍÚ02 1SK02 1SU02 1VA02      
Náttúrufræði NÁTT 1ÍN02 1NH02                
Samskipti og þjónusta SAMS 1SS05                  
Skynnám SKNÁ 1ÓE03 1ST03 1UM03              
Samfélagsfræði SMFÉ 1EV03 1ÍE03 1ÍL03 1NL03 1SN03          
Starfsnám STAR 1FS05 1NS05 1OG05 1SS05 1VV05 1ÞS05        
Stærðfræði STÆR 1DL03 1GS03 1PH03 1PI03 1PR03 1TG03        
Upplýsingatækni UPPL 1NÖ05 1RV04 1SK04 1TS04