Manneldisstefna

Meginmarkmið:
Að nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafi í mötuneyti FS aðgang að fjölbreyttu og hollu fæði samkvæmt manneldismarkmiðum Manneldisráðs til að stuðla að eigin heilbrigði.

Deilimarkmið:

  • Að nemendum og starfsmönnum skólans standi alltaf til boða morgunverður og heitur hádegisverður sem eru samsettir samkvæmt manneldismarkmiðum Manneldisráðs.
  • Að mötuneyti hafi starfsleyfi opinbers eftirlitsaðila og starfi samkvæmt reglugerð nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli.
  • Að nemendur þekki mikilvægi hollrar næringar samkvæmt manneldismarkmiðum og hafi tækifæri til að nýta sér þá þekkingu til að efla eigið heilbrigði.
  • Að nemendur og starfsmenn hafi tækifæri til að njóta matar í góðu umhverfi.

Aðgerðaáætlun:

  • Á vinnusvæði mötuneytis skal aðeins vera starfsfólk þess.
  • Að lögð sé áhersla á góð samskipti og kurteisi allra í mötuneyti og matsal.
  • Að gera matsali snyrtilega.
  • Að bjóða nemendum og starfsmönnum hafragraut á hverjum morgni.
  • Að tryggja að nemendur og starfsmenn hafi greiðan aðgang að köldu vatni, t.d. í þar til gerðum vélum.
  • Að skólinn sé heilsueflandi framhaldsskóli og vinni samkvæmt því.
  • Að hafa næringarfræðiáfanga í boði á hverri önn fyrir alla nemendur.
  • Að fjalla um næringu og heilbrigði í lýðheilsuáfanga.
  • Að hafa veggspjöld með upplýsingum um næringu og hreyfingu sýnileg á veggjum skólans.

Síðast endurskoðað í september 2022.