Fréttir

Saman stofnum við Fab Lab Suðurnesja

Miðvikudaginn 14. júní var skrifað undir samning um stofnun FabLab smiðju sem verður staðsett í skólanum og tekur til starfa í haust.

Fósturfjölskylda fyrir skiptinema óskast!

FS er í samstarfi við AFS á Íslandi og býður nemendum skólans upp á tækifæri á að fara sem skiptinemar á Erasmus+ styrk og þar með endurgjaldslaust fyrir þau. Á móti aðstoðum við AFS við að finna fósturfjölskyldur fyrir væntanlega skiptinema sem koma til Íslands. Við leitum að fjölskyldu fyrir Abderahmen Chnitir (2008) frá Belgíu en hann stefnir á að koma til landsins í haust og dvelja hér í 10 mánuði.

Síðdegisnám í haust

Í haust verður boðið upp á síðdegisnám i húsasmíði, rafvirkjun, pípulögnum, meistaraskóla og sjúkraliðabrú. Innritun lýkur 10. júní.