Fréttir

Áhrifamikil leiksýning á sal

Leikritið Góðan daginn, faggi var sýnt á sal föstudaginn 24. febrúar. Rúmlega 500 nemendur fylgdust með sýningunni af miklum áhuga.

Vel heppnað uppbrot

Þriðjudaginn 21. febrúar var uppbrotsdagur í skólanum þar sem nemendur hreyfðu sig, hlustuðu á fyrirlestra og horfðu á kvikmyndir. Í hádeginu var síðan matartorg og skemmtun á sal.

Uppbrotsdagur 2023

Uppbrotsdagur verður þann 21. febrúar 2023. Þennan dag ætlum við að leggja hið eiginlega nám til hliðar og gera okkur dagamun. Þema dagsins er „Andleg og líkamleg heilsa og kvikmyndamenning“. Nemendur velja sér tvær stöðvar, annars vegar kl. 8:30-10:00 og hins vegar kl. 10:30-12:00.

FS er fyrirmyndarstofnun og efstur stórra stofnana

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 1. sæti í flokki stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins.

Ný þjónusta félagsráðgjafa

Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir félagsráðgjafi hóf störf við skólann um áramót en með ráðningu hennar er verið að efla ráðgjöf við nemendur.

Jón vann Hljóðnemann

Söngkeppni NFS, Hljóðneminn, var haldin á sal fimmtudaginn 2. febrúar. Jón Grímsson fór með sigur af hólmi og verður því fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.

Þrískólafundur á Akranesi

Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi var haldinn á Akranesi 1. febrúar.