Fréttir

Takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Í upphafi annar einkennist skólastarf FS af ýmsum takmörkunum. Stokkatöflunni hefur verið breytt til að minnka umgang nemenda um húsið. Nemendur eru beðnir um að ganga inn um ákveðna innganga til að komast inn í skólann og matartíminn er þrískiptur. Eins fer hluti af námi nemenda fram í fjarnámi, blöndu af stað- og fjarnámi eða staðnámi eingöngu. Nánari upplýsingar...

Kennsla hefst

Nú fer skólinn okkar alveg að byrja en kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst nk. Búið er að opna stundatöflur í skólakerfinu Innu. Búið er að breyta stokkatöflunni frá því sem verið hefur en það var gert til þess að fækka tímum sem nemandi er í á hverjum degi. Stokkatöfluna má sjá neðar hér á heimasíðu skólans.

Upphaf haustannar 2020

Upphaf haustannar verður með breyttu sniði vegna Covid 19. Ráðgert var að hefja kennslu fimmtudaginn 20. ágúst, en nú hefur verið ákveðið að færa upphaf kennslu til mánudagsins 24. ágúst. Þá hefst kennsla í skólanum samkvæmt stundatöflu, en töflurnar ættu að vera tilbúnar um miðja næstu viku. Stundatöflubreytingar verða rafrænar í Innu síðar í þeirri viku (auglýst sérstaklega).

Nýnemadagur 17. ágúst

Nýnemadagurinn verður haldinn 17. ágúst. Nýnemar eru þeir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla í fyrsta skipti og eru fæddir árið 2004. Nýnemahópnum verður þrískipt á eftirfarandi hátt:

Umsóknarfrestur framlengdur fyrir eldri nemendur

Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta nú sótt um skólavist á næstu önn en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur. Sótt er um á vef Menntamálastofnunar og þarf að skrá sig inn með Íslykli.