Nýnemadagurinn verður haldinn 17. ágúst. Nýnemar eru þeir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla í fyrsta skipti og eru fæddir árið 2004.
Nýnemahópnum verður þrískipt á eftirfarandi hátt:
- Hópur 1 mætir kl. 08:30 – 10:30 - Nýnemar úr Reykjanesbæ/Keflavík. Póstnúmer 230 og 233.
- Hópur 2 mætir kl. 11:00 – 13:00 - Nýnemar úr Reykjanesbæ/Njarðvík/Ásbrú. Póstnúmer 260 og 262.
- Hópur 3 mætir kl. 13:30 – 15:30 - Nýnemar úr Grindavík, Suðurnesjabæ, Vogum og annars staðar. Póstnúmer 240, 245, 250, 190 og þau sem ekki hafa verið nefnd áður.
Sérferðir verða farnar með strætó vegna dagsins og fer strætó frá:
- Aðalbraut Grindavík kl. 13:00.
- Íþróttamiðstöðin Sandgerði kl. 13:00 – Garður kl. 13:10.
- Gamla pósthúsið Vogar kl. 13:05, nemendur taka svo annan strætó frá Vogaafleggjara.
Strætó fer svo tilbaka á áætlunartíma strætó. Sjá nánar á https://www.straeto.is/is/timatoflur/
Hægt er að hafa samband við straeto.is varðandi strætókort og strætómiða og í gegnum strætóappið.
Við bendum nemendum og forráðamönnum á að kynna sér reglur um almenningssamgöngur varðandi grímunotkun. Hægt er að hafa samband við Bus4u (Grindavík), Kynnisferðir (Suðurnesjabær) eða Sveitarfélagið Voga. Auk þess er hægt að hafa samband við strætó eða skoða heimasíðu þeirra https://www.straeto.is/is/covid-19