01.04.2022
Rósa Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 3. apríl fer fram Söngvakeppni Framhaldsskólanna á Húsavík og mun FS að sjálfsögðu taka þátt. Það er hann Þorsteinn Helgi sem stígur á stokk fyrir skólann okkar en hann ætlar að flytja frumsamið lag.
01.04.2022
Rósa Guðmundsdóttir
Opnað hefur verið fyrir skráningu í lið fyrir starfshlaupið sem fer fram föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Það eru Gulir, grænir, bláir og appelsínugulir sem etja kappi þessu sinni.
28.03.2022
Harpa Kristín Einarsdóttir
Nemendur í réttarvísindum og afbrotafræði heimsóttu tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.
28.03.2022
Guðmann Kristþórsson
Nemendur á íþróttabraut skelltu sér á toppleik á handbolta í Hafnarfirði.
25.03.2022
Guðmann Kristþórsson
Fimm nemendur og tveir kennarar fóru til Spánar í tengslum við Erasmus+-verkefni.
22.03.2022
Guðmann Kristþórsson
Leikfélagið Vox Arena sýnir söngleikinn Grease í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur.
21.03.2022
Guðmundur Grétar Karlsson
Þriðjudaginn 22. mars verður svokallaður námsmatsdagur. Þann dag verður enginn kennsla en nemendur geta nýtt daginn í að vinna upp verkefni sem standa út af, undirbúa næstu verkefni og hlaða batteríin fyrir næstu vikur.
17.03.2022
Guðmann Kristþórsson
Skólinn varð í 3. sæti í flokka stórra stofnana í Stofnun ársins og fær því titilinn Fyrirmyndarstofnun.
17.03.2022
Guðmundur Grétar Karlsson
Sæl öll
Þar sem búið er að loka bæði Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi vegna veðurs hefur verið ákveðið að kennsla verði eingöngu í fjarkennslu í dag
10.03.2022
Guðmann Kristþórsson
Miðvikudaginn 9. mars var spiladagur í skólanum en þá var boðið upp á spil og leiki um allan skóla.