Grease í Frumleikhúsinu

Föstudaginn 18. mars var söngleikurinn Grease frumsýndur í Frumleikhúsinu. Sýningin er sett upp af Leikfélagi Keflavíkur í samstarfi við leikfélag NFS, Vox Arena, en stefnt er á að halda 11 sýningar. Nemendur Fjölbrautaskólans skipa flest hlutverk sýningarinnar en þess má geta að margir þeirra sem koma að sýningunni á einhvern hátt eru fyrrum nemendur skólans. Sýningin er alveg einstaklega vel heppnuð og var vel tekið af áhorfendum á frumsýningunni. Augljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning sem skilaði sér í hinni mestu skemmtun. Hér voru ástin og húmorinn í fyrirrúmi en flestir kannast nú við söguna af Danny Zuko og Sandy Olsson. Við óskum öllum þeim sem komu að uppsetningunni innilega til hamingju með afrekið. Kaupa má miða á sýninguna á Tix.is

Hér er myndasafn frá frumsýningunni.