Miðvikudaginn 9. mars var spiladagur í skólanum en þá var boðið upp á spil og leiki um allan skóla. Nemendur gátu skráð sig í hóp og spilað á spil, farið í borðspil, bingó, borðtennis, pílu, hlutverkaleiki, skák og margt fleira. Allir tóku þátt af lífi og sál og það var líf og fjör um allan skóla.
Í hádeginu var svo matartorg þar sem boðið var upp á fjölbreyttar veitingar. Fyrsta undankeppni Starfshlaupsins var einnig haldin á sal í hádeginu og þar gekk mikið á. Jón Jónsson mætti svo á svæðið og tók nokkur lög og myndaðist mikil stemmning í salnum. Leikfélagið Vox Arena sýndi kynningarmyndband um söngleikinn Grease sem verður frumsýndur síðar í mánuðinum. Félagarnir Þorsteinn Helgi Kristjánsson og Róbert Andri Drzymkowski fluttu síðan nokkur lög en þeir eru báðir nemendur í skólanum og efnilegir tónlistarmenn. Þorsteinn Helgi lauk síðan dagskránni með því að flytja nokkur frumsamin lög og allir fóru glaðir heim eftir skemmtilegan dag.
Hér er myndasafn frá spiladeginum.