Fréttir

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti

Frá og með miðnætti í kvöld verður staðnám í grunn-, framhalds- og háskólum um allt land óheimilt. Það þýðir að ekki verður hefðbundið skólahald á fimmtudag og föstudag. Kennarar munu senda nemendum frekari upplýsingar á INNU eða í tölvupósti um hvernig kennslu verður háttað næstu tvo daga.

Skipun í skólanefnd 2021-2025

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samræmi við 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 til fjögurra ára frá 16. mars 2021.

Vélknúin hlaupahjól

Vinsældir vélknúinna hlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi. Vélknúin hlaupahjól (oft kölluð rafhlaupahjól, rafmagnshlaupahjól, rafskútur) tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst.

Korterskort FS

Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og farfuglarnir byrjaðir að streyma til landsins er ekki óvitlaust að dusta rykið af gönguskónum og pumpa lofti í dekk hjólhestanna. Það vita það allir að það er meinhollt að hreyfa sig daglega...

Vel heppnað skemmtikvöld NFS

Nú þegar skólalífið færist smátt og smátt aftur í eðlilegt horf eru næstu skref að félagslíf nemenda geri það einnig. Í gærkvöldi stóð NFS fyrir vel heppnuðu skemmtikvöldi fyrir nemendur og má með sanni segja að félagslífsþyrstir nemendur...

Vinningshafar í Lífshlaupinu 2021

Starfsfólk FS tók þátt í Lífshlaupinu sem var haldið í febrúar. Samhliða var haldin innanhússkeppni á milli starfsmannahópa og skapaðist mikil stemmning í starfsmannahópnum. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og stigahæsta liðið hlaut að lokum "Lífsskóinn" sem er farandgripur.

Söfnuðu yfir hálfa milljón

Nemandafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð fyrir góðgerðarviku í vikunni sem er að líða. Markmið söfnunarinnar var að safna peningum fyrir félagsmann sem greindist með krabbamein. Söfnuninn fór fram úr öllum væntingum og safnaðist hvorki meira né minna en 611.471 kr.

Valtímabilið er 4.-19. mars

Valtímabilið er hafið og stendur frá 4. - 19. mars. Nemendur sem geta valið sjálfir í INNU eru hvattir til að gera það. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðunni undir Önnin. Ykkur er einnig velkomið að hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst.

Góð mæting á opið hús í FS

Þriðjudaginn 3. mars hélt skólinn kynningu fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Kynnt var námsframboð skólans sem er mjög fjölbreytt auk þess sem gestir gátu farið í skoðunarferðir um skólann með leiðsögn.