Nú fer skólinn okkar alveg að byrja en kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst nk. Búið er að opna stundatöflur í skólakerfinu Innu.
Búið er að breyta stokkatöflunni frá því sem verið hefur en það var gert til þess að fækka tímum sem nemandi er í á hverjum degi. Stokkatöfluna má sjá neðar hér á heimasíðu skólans.
Töflubreytingar eru einungis rafrænar í Innu. Ef nemandi þarf aðstoð varðandi námsval þá getur hann sent tölvupóst á námsráðgjafa skólans eða pantað símaviðtal með því að hringja á skrifstofu skólans 421-3100. Ekki er gert ráð fyrir að nýnemar, fæddir 2004, fari í töflubreytingar.
Verðandi útskriftarnemendur eiga að panta tíma hjá Elínu, áfangastjóra, með því að hringja á skrifstofu skólans.
Áfangar í skólanum verða ýmist kenndir í staðnámi, með fjarkennslusniði eða jafnvel blandað af hvoru tveggja. Kennarar munu senda upplýsingar í gegnum í Innu hvernig kennslu verður háttað í hverjum áfanga fyrir sig.
Hér koma nokkur leiðarljós:
- Kennt verður eftir sérstöku covid-skipulagi til að byrja með
- Kennt verður eftir stundatöflu í Innu – staðkennsla / fjarkennsla / blandað
- Borðum og stólum er raðað miðað við 1 m bil á milli fólks, ekki breyta
- Stofur verða opnar og það er leyfilegt að borða nestið sitt í þeim
- Hægri umferð er á göngum og sameiginlegum rýmum
- Virðum fjarlægðarmörkin (1 m)
- Verum dugleg að þvo hendur og notum spritt til að sótthreinsa
- Grímur eru valfrjálsar, þó er hugsanlegt að nota verði grímur í einstaka tímum
- Í upphafi eða lok allra tíma þarf að sótthreinsa borð og stólbak, kennari spreyjar og nemandi þurrkar
- Gangar skólans eru eingöngu til að ferðast á milli tíma. Ekki safnast saman á göngum skólans eða annars staðar í frímínútum eða matartíma
- Mötuneytið verður opið en í matsalnum geta bara verið 100 manns í einu. Vinsamlegast staldrið stutt við
- Þegar þú ert búin(n) í skólanum þá skaltu drífa þig strax heim
- Endilega hlaðið niður smitrakningarappinu ef þið eruð ekki búin að því nú þegar