Á útskrift haustannar voru að venju veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi og þáttöku í félagslífi. Að þessu sinni var Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir með hæstu einkunn við útskrift. Á myndinni með fréttinni er Bergþóra Sól ásamt foreldrum sínum.
• Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði og spænsku. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Bergþóra Sól fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Bergþóra 100.000 kr. styrk. Hún fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
• Emilía Ósk Jóhannesdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í félagsfræði og sálfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum.
• Emilía Agata Mareksdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í ensku og spænsku. Hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
• Júlía Björk Jóhannesdóttir fékk viðurkenningu frá Þekkingasetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum.
• Þórey Anna Þórðardóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í myndlist.
• Valdimar Steinn Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.