Fréttir

Vilt þú fara í skiptinám með AFS á fullum styrk?

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er í samstarfi við AFS á Íslandi sem gefur nemendum skólans kost á að sækja um að fara í skiptinám á fullum styrk frá Erasmus+. Þetta þýðir að nemendur geta farið í skiptinám án þess að leggja út í mikinn kostnað vegna dvalarinnar.

Með FS út í heim!

Umsókn um þátttöku í Erasmusverkefni. Auglýsum eftir 8 áhugasömum nemendum til þess að taka þátt í samstarfsverkefni við skóla í Króatíu. Skilyrði fyrir þátttöku er að geta boðið nemanda gistingu þegar þau koma til okkar í mars.