Hausthefti Vizkustykkis komið út

Fimmtudaginn 28. nóvember kom út nýtt tölublað af skólablaðinu Vizkustykki. Blaðið er skemmtilegt og glæsilegt að vanda og var ekki annað að sjá en nemendur hafi verið ánægðir með blaðið. 

Þess má geta að Vizkustykki kom fyrst úr árið 1977 og hefur komið út síðan, reyndar nokkuð óreglulega. Alls hafa komið út 45 tölublöð og er hægt að skoða þau á öll á vef nemendafélagsins.

Við óskum ritstjórn til hamingju með blaðið.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir af dreifingu tölublaðsins.