Menn í svörtu á Dimissio

Dimissio fór fram á sal föstudaginn 6. desember. Hópurinn var að þessu sinni klæddur upp eins og hinir víðfrægu Menn í svörtu. Hópurinn sprellaði aðeins í morgunsárið og síðan var boðið upp á glæsilegan morgunmat í mötuneytinu. Síðan var komið að dagskrá á sal þar sem hópurinn "handtók" valda kennara og starfsmenn og veitti þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf og ýmislegt fleira. Þá er ekkert annað eftir en að klára önnina með stæl en útskrift verður föstudaginn 20. desember.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá Dimissio haustannar.