Fréttir

Upphaf haustannar 2020

Upphaf haustannar verður með breyttu sniði vegna Covid 19. Ráðgert var að hefja kennslu fimmtudaginn 20. ágúst, en nú hefur verið ákveðið að færa upphaf kennslu til mánudagsins 24. ágúst. Þá hefst kennsla í skólanum samkvæmt stundatöflu, en töflurnar ættu að vera tilbúnar um miðja næstu viku. Stundatöflubreytingar verða rafrænar í Innu síðar í þeirri viku (auglýst sérstaklega).

Nýnemadagur 17. ágúst

Nýnemadagurinn verður haldinn 17. ágúst. Nýnemar eru þeir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla í fyrsta skipti og eru fæddir árið 2004. Nýnemahópnum verður þrískipt á eftirfarandi hátt:

Umsóknarfrestur framlengdur fyrir eldri nemendur

Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta nú sótt um skólavist á næstu önn en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur. Sótt er um á vef Menntamálastofnunar og þarf að skrá sig inn með Íslykli.

Sjúkraliðabrú - nám með vinnu

Í haust býður skólinn upp á sjúkraliðanám sem er ætlað ófaglærðu fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum. Nánari upplýsingar má sjá á meðfylgjandi myndum ásamt skipulagi námsins. Kennt er seinnipartinn þrjá daga í vku frá 14:30-17:00.

Útskrift vorannar

Skólaslit vorannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram föstudaginn 29. maí.

Útskrift föstudaginn 29. maí

Útskrift vorannar verður föstudaginn 29. maí kl. 14:00.

Kennsla eftir breytingar á samkomubanni

Með breytingum á samkomubanni 4. maí mun hluti kennslu færast aftur inn í skólann. Annað nám verður klárað með fjarnámi.

Þjónusta námsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafar skólans veita þjónustu á meðan skólinn er lokaður.

Til athugunar meðan lokun skóla stendur

Nú hefur samkomubann og lokun skóla staðið í nokkra daga og því vill skólinn árétta nokkur atriði.

Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni

Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent á sal skólans miðvikudaginn 11. mars.