Fréttir

Valið er hafið - upplýsingar

Ákveðið hefur verið að lengja valtímabilið en mikilvægt er að allir sem ætla að vera á vorönn nái að velja. Námsráðgjafar og áfangastjórar aðstoða nemendur við valið og verða í sambandi við nemendur. Nemendum gefst jafnframt kostur á að panta símaviðtal við námsráðgjafa eða senda tölvupóst bæði á námsráðgjafa og á áfangastjóra.

Fjarkennsla og staðkennsla næstu tvær vikurnar

Næstu tvær vikur verðum við með breytt skólahald en við tökum þó stöðuna vikulega. Stór hluti bóklegs náms verður í fjarkennslu og munu kennarar í hverjum áfanga fyrir sig senda nemendum sínum póst með upplýsingum um skipulag. Fjarkennslan verður samkvæmt stundaskrá.

Engin kennsla 5. október - starfsdagur

Mánudaginn 5. október verður starfsdagur hjá kennurum til að skipuleggja kennslu næstu daga vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og fellur því öll kennsla niður þann dag.

Rafrænt bókunarkerfi fyrir stoðþjónustu

Sett hefur verið á laggirnar rafrænt bókunarkerfi fyrir námsráðgjafa og sálfræðinga þannig nemendur geta nú bókað tíma á netinu. Ýttu á fréttina til að bóka tíma.

Síðdegisskóli

Fjölbrautaskóli Suðurnesja í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið er að fara af stað með grunnnám í eftirfarandi greinum: Húsasmíði, rafiðngreinum og háriðngreinum. Ýtið hér til að fá meiri upplýsingar.

Ókeypis Dale Carnegie vinnustofa fyrir nemendur

Dale Carnegie býður nemendum okkar upp á ókeypis 90 mínútna Live online vinnustofu nk. miðvikudag 30. september kl. 15.50. Allir nemendur sem hafa áhuga geta tekið þátt. Dale Carnegie býður upp á ýmsar hagnýtar leiðir í námi og starfi sem gott er að kynnast.

Íþróttavika Evrópu

FS tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin formlega dagana 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum, en vegna Covid-19 verður fyrirkomulagið aðeins öðruvísi en áætlað var í byrjun. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu.

Grímuskylda

Grímuskylda hefur nú tekið gildi í FS samkvæmt boði sóttvarnaryfirvalda. Nemendur og kennarar eru vinsamlegast beðnir um að fylgja reglum um grímuskyldu í skólabyggingunni. Nemendur eru hvattir til að mæta með sínar eigin grímur en einnig verður hægt að fá grímur í skólanum, við innganga og/eða á skrifstofu.

Takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Í upphafi annar einkennist skólastarf FS af ýmsum takmörkunum. Stokkatöflunni hefur verið breytt til að minnka umgang nemenda um húsið. Nemendur eru beðnir um að ganga inn um ákveðna innganga til að komast inn í skólann og matartíminn er þrískiptur. Eins fer hluti af námi nemenda fram í fjarnámi, blöndu af stað- og fjarnámi eða staðnámi eingöngu. Nánari upplýsingar...

Kennsla hefst

Nú fer skólinn okkar alveg að byrja en kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst nk. Búið er að opna stundatöflur í skólakerfinu Innu. Búið er að breyta stokkatöflunni frá því sem verið hefur en það var gert til þess að fækka tímum sem nemandi er í á hverjum degi. Stokkatöfluna má sjá neðar hér á heimasíðu skólans.