Fréttir

112 dagurinn - fræðsla

112 dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar eins og undanfarin ár. Á 112 deginum í ár verður sjónum beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is.

Kosning um logo

Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka þátt í samstarfsverkefninu Cultural heritage in a European Context (Menningararfur í Evrópu) með skólum frá Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi. Verkefnið fer af stað næsta vetur en undirbúningur er hafinn og nú er verið að velja logo verkefnisins.

Verkefnastjóri - Menntanet Suðurnesja

Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar leiða til að efla menntun og styrkja samstarf menntastofnana á Suðurnesjum. Markmiðið er að auka samvinnu menntastofnana, búa til menntaúrræði þvert á menntastofnanir með áherslu á úrlausnir vegna atvinnuleysis og hámarka nýtingu fjármuna, reynslu og þekkingar sem fyrir er á svæðinu.

Breytingar á skólastarfi

Vegna aðstæðna sem öllum eru kunnar þá verða engir Þemadagar hér í FS í ár, því miður. Því hefur verið ákveðið að hafa vetrarfrí þessa tvo daga 18. og 19. febrúar næstkomandi.

Stöðupróf í pólsku - Egzamin z języka polskiego

Verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík, ef aðstæður leyfa miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 17.00. Prófið verður í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Mest geta nemendur fengið 20 ein. metnar á 15 ein. á 1. þrepi og 5 ein. á 2. þrepi.

A great opportunity for students of foreign descent

Are you a student of foreign descent? Would you like more information on how to access essential services in our community? Do you want to grow as a person and increase your chances of having a successful career?

Upphaf vorannar 2021

UPPFÆRT - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu þriðjudaginn 5. janúar og sama dag verða töflubreytingar. Dagana 6., 7. og 8. janúar verða allir áfangar kenndir í staðnámi samkvæmt stundatöflu.

Samkeppni - Lumar þú á lógói?

Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka þátt í samstarfsverkefninu Cultural heritage in a European Context (Menningararfur í Evrópu) með skólum fjögurra landa; Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi. Efnt er til samkeppni meðal nemenda skólanna að teikna og hanna lógó sem notað verður í verkefninu.

Útskrift haustannar

Útskrift haustannar fór fram laugardaginn 19. desember. Hér má horfa á upptöku frá útskriftinni.

Birting einkunna og prófsýni

Fimmtudaginn 17. desember verður opnað fyrir einkunnir í INNU kl. 11:00. Frá kl. 12:00 til kl. 13.30 gefst nemendum kostur á að hafa samband við kennara sína ef þeir vilja fá útskýringar á einkunnum.