Fréttir

Tilraun með bekkjakerfi á 1. ári

Í haust verður farið af stað með tilraunaverkefni í skólanum og verður nýnemum þá raðað í bekki. Þetta fyrirkomulag verður aðeins á 1. ári nemenda en eftir það stunda þeir nám í áfangakerfi.

FS á Minni framtíð

Sýningin Mín framtíð fór fram í Laugardalshöll 16.-18. mars. Þar kynnti skólinn námsframboð og nokkrir nemendur okkar tóku þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina.

Með FS út í heim

Síðustu tvö árin hefur skólinn tekið þátt í verkefninu Cultural Heritage in a European Project. Á dögunum héldu tveir kennarar og fimm nemendur til Eger í Ungverjalandi til að taka þátt í síðustu skólaheimsókn verkefnisins. Þar hittust nemendur frá fjórum skólum frá Ungverjalandi, Íslandi, Spáni og Finnlandi.

Vel heppnuð Erasmus+ námsferð til Sikileyjar

Fyrsta námsferðin í nýju samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Suðurnesja „Media and Information Literacy: Learning to Think Critically“ tókst með eindæmum vel. Samstarfsskólarnir eru frá Ítalíu, Lettlandi, Porúgal, Tyrklandi og Króatíu.

FS í undanúrslit Morfís

Lið skólans er komið í undanúrslit Morfís eftir sigur á MH í átta liða úrslitum.

Áhrifamikil leiksýning á sal

Leikritið Góðan daginn, faggi var sýnt á sal föstudaginn 24. febrúar. Rúmlega 500 nemendur fylgdust með sýningunni af miklum áhuga.

Vel heppnað uppbrot

Þriðjudaginn 21. febrúar var uppbrotsdagur í skólanum þar sem nemendur hreyfðu sig, hlustuðu á fyrirlestra og horfðu á kvikmyndir. Í hádeginu var síðan matartorg og skemmtun á sal.

Uppbrotsdagur 2023

Uppbrotsdagur verður þann 21. febrúar 2023. Þennan dag ætlum við að leggja hið eiginlega nám til hliðar og gera okkur dagamun. Þema dagsins er „Andleg og líkamleg heilsa og kvikmyndamenning“. Nemendur velja sér tvær stöðvar, annars vegar kl. 8:30-10:00 og hins vegar kl. 10:30-12:00.

FS er fyrirmyndarstofnun og efstur stórra stofnana

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 1. sæti í flokki stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins.

Ný þjónusta félagsráðgjafa

Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir félagsráðgjafi hóf störf við skólann um áramót en með ráðningu hennar er verið að efla ráðgjöf við nemendur.