04.03.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Valtímabilið er hafið og stendur frá 4. - 19. mars. Nemendur sem geta valið sjálfir í INNU eru hvattir til að gera það. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðunni undir Önnin. Ykkur er einnig velkomið að hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst.
03.03.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 3. mars hélt skólinn kynningu fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Kynnt var námsframboð skólans sem er mjög fjölbreytt auk þess sem gestir gátu farið í skoðunarferðir um skólann með leiðsögn.
26.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 2. mars næstkomandi verður opið hús í FS fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Húsið opnar kl. 17 og verður námsframboð skólans kynnt. Hægt verður að ræða við námsráðgjafa, kennara, stjórnendur sem og fulltrúa frá nemendafélaginu.
19.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Frá og með mánudeginum 22. febrúar, verða allir áfangar kenndir í staðkennslu (þ.e. í skólanum) samkvæmt stundatöflu. ATH. enn eru þó sömu fjöldatakmarkanir í almenn rými og kennslustofur, þ.e. 30 manns. Eins er grímuskylda þar sem ekki er hægt að framfylgja 2. metra reglunni.
17.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Vegna rýrrar nýtingar falla opnir tímar niður hjá sálfræðiþjónustu FS frá og með 16.febrúar. Í staðinn eru nemendur og starfsfólk hvatt til að hafa samband við sálfræðinga þjónustunnar með því að senda beiðni í gegnum heimasíðu skólans eða senda póst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is
11.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
112 dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar eins og undanfarin ár. Á 112 deginum í ár verður sjónum beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is.
10.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka þátt í samstarfsverkefninu Cultural heritage in a European Context (Menningararfur í Evrópu) með skólum frá Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi. Verkefnið fer af stað næsta vetur en undirbúningur er hafinn og nú er verið að velja logo verkefnisins.
09.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar leiða til að efla menntun og styrkja samstarf menntastofnana á Suðurnesjum. Markmiðið er að auka samvinnu menntastofnana, búa til menntaúrræði þvert á menntastofnanir með áherslu á úrlausnir vegna atvinnuleysis og hámarka nýtingu fjármuna, reynslu og þekkingar sem fyrir er á svæðinu.
04.02.2021
Katrín Sigurðardóttir
Vegna aðstæðna sem öllum eru kunnar þá verða engir Þemadagar hér í FS í ár, því miður. Því hefur verið ákveðið að hafa vetrarfrí þessa tvo daga 18. og 19. febrúar næstkomandi.
04.02.2021
Rósa Guðmundsdóttir
Verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík, ef aðstæður leyfa miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 17.00. Prófið verður í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Mest geta nemendur fengið 20 ein. metnar á 15 ein. á 1. þrepi og 5 ein. á 2. þrepi.