Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar leiða til að efla menntun og styrkja samstarf menntastofnana á Suðurnesjum. Markmiðið er að auka samvinnu menntastofnana, búa til menntaúrræði þvert á menntastofnanir með áherslu á úrlausnir vegna atvinnuleysis og hámarka nýtingu fjármuna, reynslu og þekkingar sem fyrir er á svæðinu. Aðilar að Menntanetinu eru Keilir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fisktækniskóli Íslands, Miðstöð símenntunar og eftir atvikum aðrar menntastofnanir. Við leitum að verkefnastjóra til að starfa með okkur að þessu mikilvæga máli. Starfsstöð verkefnastjóra verður hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en viðkomandi mun starfa þvert á menntastofnanirnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að leiða samstarf og samvinnu menntastofnana við þróun og framkvæmd menntaúrræða.
- Leiða starfsemi Menntanetsins með samvinnu stjórnarmanna
- Tengja starfsemi Menntanetsins við nærsamfélagið
- Að hafa frumkvæði að nýjum verkefnum
- Að annast samskipti við atvinnulífið, ráðuneytið, stofnanir og aðra eftir þörfum .
- Og gera allt hitt sem upp kemur og þarfnast úrlausnar.
Hæfnikröfur
- Góða almenna reynslu af verkefnastjórn.
- Reynslu af fjölbreyttum menntaverkefnum og stjórnun þeirra.
- Innsýn í menntakerfið og þróun menntunar.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Leiðtoga- og samskiptahæfni.
- Bakgrunn og reynslu á sviði starfsmennta eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Laun eru greidd samkvæmt viðeigandi kjarasamningi.
Nánari upplýsingar veitir
Nánari upplýsingar veitir Jón Björgvin Stefánsson í síma 545-9500 eða jon.b.stefansson@mrn.is eða Kristján Ásmundsson í síma 421-3100 eða skolameistari@fss.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína í gegnum umsóknarvef alfred.is, https://www.alfred.is/starf/menntanet-suðurnesja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.