Vetrarleyfi og miðannarmat

Við viljum minna á að vetrarfrí verður dagana 27. og 28. febrúar. Þá daga verður engin kennsla og skólinn lokaður.
Einnig viljum við vekja athygli á að mánudaginn 3. mars verður námsmatsdagur og því er engin kennsla þann dag.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. mars.

Þriðjudaginn 4. mars verður opnað fyrir miðannarmat nemenda á INNU.
Miðannarmat er gefið um miðja önn. Það er ekki formlegt námsmat heldur mat kennarans á stöðu nemenda og í hvaða árangur stefnir að óbreyttu. Nemendur geta þannig séð hvort þeir eru á réttri leið eða þurfi að taka sig á.

Einkunnaskali í miðannarmati:

  • A = Afar góð frammistaða
  • G = Góð frammistaða
  • V = Viðunandi frammistaða
  • Z = Ófullnægjandi frammistaða