Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent á sal skólans miðvikudaginn 11. mars.
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í skólanum 27. febrúar s.l. Þátttakendur voru 112 úr níu grunnskólum á Suðurnesjum. Þetta eru nokkuð færri þátttakendur en undanfarin ár en þennan dag var mjög vont veður og slæm færð sem hefur líklega haft áhrif. Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu þeir pizzu og vatn. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30.
Verðlaunaafhending fór síðan fram miðvikudaginn 11. mars. Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Það var Sigrún Vilhelmsdóttir sem veitti verðlaunin frá Verkfræðistofunni.
Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 46.
Í 1. sæti var Íris Sævarsdóttir Akurskóla
Í 2. sæti var Samúel Óli Pétursson Stóru-Vogaskóla
Í 3. sæti var Andrés Kristinn Haraldsson Heiðarskóla
Í 4. sæti var Patrekur Fannar Unnarsson Stóru-Vogaskóla
Í 5. sæti var Almar Örn Arnarson Holtaskóla
Í 6.-10. sæti voru í stafrófsröð: Birgir Logi Birgisson Myllubakkaskóla, Jón Garðar Arnarsson Akurskóla, Magnús Orri Lárusson Njarðvíkurskóla, Sólveig Hanna Davíðsdóttir Gerðaskóla og Unnur Ísold Kristinsdóttir Njarðvíkurskóla.
Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 35.
Í 1. sæti var Sólon Siguringason Heiðarskóla
Jafnar 2.-3. sæti voru Eva Margrét Falsdóttir Heiðarskóla og Sara Cvjetkovic Holtaskóla
Jafnar 4.-5. sæti voru Agata Hirsz Myllubakkaskóla og Thea Magdalena Guðjónsdóttir Holtaskóla.
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Emilía Ósk Guðmundsdóttir Holtaskóla, Júlía Gunnlaugsdóttir Heiðarskóla, Leó Máni Quyen Nguyén Myllubakkaskóla, Rugilé Milleryte Myllubakkaskóla og Sólveig Eva Bjarnadóttir Holtaskóla.
Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 31.
Í 1. sæti var Hjörtur Máni Skúlason Myllubakkaskóla
Í 2. sæti var Erlendur Guðnason Njarðvíkurskóla
Í 3. sæti var Klaudia Kuleszwicz Myllubakkaskóla
Í 4. sæti var Guðjón Steinn Skúlason Myllubakkaskóla
Í 5. sæti var Gabriela Beben Myllubakkaskóla
Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Alexander Logi Chernyshov Jónsson Njarðvíkurskóla, Friðrik Ingi Hilmarsson Myllubakkaskóla, Ingólfur Ísak Kristinsson Njarðvíkurskóla, Logi Halldórsson Sandgerðisskóla, Sigrún Erna Jónsdóttir Heiðarskóla og Sveinn Örn Magnússon Stóru-Vogaskóla.
Umsjónarmaður keppninnar var Ragnheiður Gunnarsdóttir, fagstjóri í stærðfræði.
Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni.