Vel heppnuð Erasmus+ ferð til Zagreb

Átta nemendur og tveir kennarar lögðu land undir fót og ferðuðust til Zagreb í Króatíu í byrjun september. Tilgangur heimsóknarinnar var að heimsækja vinaskóla okkar, Prelog, en síðastliðið vor komu nemendur þaðan til okkar í heimsókn. Hópurinn lærði ýmislegt fróðlegt um menningu og náttúru Króatíu til dæmis fékk hann þjálfun í króatísku, smakkaði þjóðlega rétti, fór í skoðunarferðir í þjóðgarð og falleg útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar. 

Nemendur unnu fréttabréf og myndband um ferðina sem skoða má hér: