Valkynning á sal

Miðvikudaginn 25. september var kynning á valáföngum sem verða í boði á vorönn. Þar kynntu kennarar í ýmsum námsgreinum þá valáfanga sem nemendur geta tekið á næstu önn. Þar má nefna áfanga í tungumálum, raungreinum, tölvugreinum, listgreinum og samfélagsgreinum og einnig leiklist, matreiðslu, Fab Lab, útivist o.fl. Nemendur fjölmenntu á kynninguna og voru duglegir að spyrja og ræða við kennara. Nemendur hafa örugglega fundið spennandi valáfanga til að velja á næstu önn og ekki síður áfanga sem henta sem undirbúningur fyrir frekara nám.

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á kynningu á valáföngum á sal og miðað við móttökurnar verður það örugglega gert aftur á næstu önn. Valáfangarnir verða auðvitað líka kynntir á veggjum og auglýsingaskjám eins og verið hefur.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá valkynningunni.