Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 10. janúar. Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar á INNU um hádegi miðvikudaginn 5. janúar.
Töflubreytingar hefjast þann 5. janúar kl. 13 og eru þær allar rafrænar í gegnum INNU. Upplýsingar um áfanga í stokkum má finna á heimasíðu skólans www.fss.is. Ef þið þurfið aðstoð námsráðgjafa varðandi val á áföngum þá er best að senda tölvupóst á þá og þeir verða í sambandi. Netföng þeirra eru Guðrún Jóna (gudrun.magnusdottir@fss.is), Sesselja (sesselja.bogadottir@fss.is) og Sunna (sunna.gunnarsdottir@fss.is).
Í INNU er hægt að sjá hvaða bækur eru kenndar í hverjum áfanga undir Námsgagnalisti. Bækur merktar Bókabúð fást í bókabúðum en bækur merktar Bóksala FS eru seldar í bóksölu skólans sem er á bókasafninu. Bóksalan opnar mánudaginn 10. janúar um leið og kennsla hefst. Gefinn er 10% afsláttur af verði til 21. janúar. Nemendur eru hvattir til að kaupa kennslubækur sem fyrst.
Stefna stjórnvalda er að halda úti skólastarfi og staðkennslu eins og hægt er. Við þurfum að vera viðbúin því að skólastarf raskist að einhverju leiti út af COVID-19 og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:
- Ef þið lendið í sóttkví eða einangrun er nauðsynlegt að tilkynna skólanum það strax og skila inn staðfestingu frá Heilsuveru
- INNA er vinnutæki ykkar og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með þar
- Skoðið tölvupóstinn ykkar á hverjum degi og jafnvel oft á dag
- Skoðið vel kennsluáætlanir í hverjum áfanga
- Verið í samskiptum við kennarana ykkar
Við biðjum ykkur að reyna að vera með tölvu- eða snjalltæki, heyrnartól og hleðslutæki í skólanum því líklegt er að grípa þurfi til fjarkennslu í einhverjum kennslustundum og jafnvel með stuttum fyrirvara. Fylgist því vel með tölvupósti og tilkynningum á Innu.
Hámarksfjöldi í rými er 50 manns. Stofur verða opnar í frímínútum og matartímum og mega nemendur borða þar á þeim tímum. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir góðri umgengni í skólastofum eins og í öðrum rýmum í skólanum.
Athugið að það er grímuskylda í skólanum - líka í kennslustundum. Minnum líka á persónubundnar sóttvarnir (þvo og spritta hendur og sótthreinsa borð).