Búið er að opna stundatöflur í Innu. Kennsla hefst á fimmtudagsmorgun kl. 8:15 eftir hefðbundnum stundatöflum. Nemendur eiga að sjálfsögðu að mæta með skólabækur og ritföng frá fyrsta degi. Ef nemandi er í stærðfræðiáfanga þarf hann að mæta með vasareikni.
Mikilvægt er að skoða vel stundatöfluna sína og kanna hvort allir áfangar eru þar. Hugsanlegt er að einhverjir áfangar hafi ekki komist inn í stundatöfluna og þá ber nemandi sjálfur ábyrgð á því að finna annan áfanga til að setja í staðinn. Þetta á einnig við um íþróttir en á fimmtudag, á fyrsta kennsludegi, munu íþróttakennarar vera til viðtals til að finna tíma fyrir íþróttir með nemendum.
Töflubreytingar verða eingöngu rafrænar í gegnum Innu. Þegar búið er að opna fyrir stundatöflur í Innu geta nemendur óskað eftir töflubreytingum. Á vef skólans eru bæði leiðbeiningar hvernig það er gert og hvenær allir áfangar eru kenndir.
Nemendur sem ætla að útskrifast í vor þurfa að panta viðtal hjá áfangastjórum sem fyrst, pantið viðtal á skrifstofu.
Hér má sjá skóladagatal vorannar.