Umhverfislist hjá myndlistarnemum

Nemendur í sjónlistum auk nokkurra nemenda í teiknivali unnu að umhverfislist í síðustu viku. Þar settu nemendur sig í spor vísindamanna og rannsökuðu hverju þyrfti að bjarga frá útrýmingarhættu s.s. dýrum og plöntum eða handverki og þekkingu. Nemendur skoðuðu umhverfislistamenn eins og Andy Goldworthy og Agnes Denes til þess að fá innblástur. Þau útbjuggu sýnin eða listaverkin í krukkur líkt og um væri að ræða verk á náttúrugripasafni og merktu verkin með latneskum nöfnum eins og gert er á slíkum söfnum.