Spiladagur 12. febrúar - skráning er hafin

Kæri nemandi

SKRÁNING Á SPILADAG

  • Miðvikudagurinn 12. febrúar er uppbrotsdagur í FS. Í ár er það Spila-þemadagur og margt skemmtilegt í boði fyrir nemendur.
  • Spila-þemadagurinn er frá kl. 8:30 -13:00.
  • Þú þarft að velja þér þrjár stöðvar til að taka þátt í yfir daginn.
  • Skráningu lýkur kl. 11:55 10. febrúar.
  • Ef þú velur kvikmyndina 21 þá velur þú aðeins 2 stöðvar þar sem myndin er tveir klukkutímar fyrir hádegi með hléi.
  • Það er mætingaskylda á þessum degi.
  • Í hádeginum er matartorgið vinsæla og aðgangsmiði er aðeins 1000 kr. á það. Margt gott er í boði og það má borða eins og þig lystir. Sala á armböndum byrjar á þriðjudaginn 11. febrúar kl. 10:15-13:00 við lúguna hjá NFS (við bókasafn). Einnig eru armböndin seld frá kl. 8:30 til hádegis á þemadeginum sjálfum.
  • Eins og áður verður skemmtun á sal þennan dag og fáum við góða gesti, þau GDRN og Jón Jónsson og fleiri.


Með von um skemmtilegan uppbrotsdag. Höfum gaman saman!
Þemanefndin og NFS