Ráðherra í heimsókn

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra heimsótti skólann fimmtudaginn 20. febrúar. Ráðherra var á ferð um Suðurnes ásamt sérfræðingum úr ráðuneytinu til að kynna sér aðstæður og nám barna af erlendum uppruna á svæðinu. Stjórnendur og kennarar sem hafa haft umsjón með námi erlendra nemenda fræddu gestina um hvaða nám og þjónusta er í boði í skólanum fyrir þennan hóp og svöruðu spurningum. Við þökkum gestunum fyrir komuna og vonum að þeir hafi orðið margs vísari.