Nýnemadagurinn 2021

Nýnemadagurinn verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 17. ágúst. Nýnemahópnum verður tvískipt á eftirfarandi hátt vegna samkomutakmarkana:


Nemendur sem útskrifuðust úr Akurskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Njarðvíkurskóla, Stóru Vogaskóla og úr öðrum skólum en á Suðurnesjum mæta fyrir hádegi.

Dagskrá byrjar kl. 09:45 og stendur til kl. 12:00


Nemendur sem útskrifuðust úr Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Sandgerðisskóla mæta eftir hádegi.

Dagskrá byrjar kl. 13:15 og stendur til 15:30.


Gott er að nemendur séu komnir nokkrum mínútum áður en dagskrá hefst.

Þeir nemendur sem þurfa að taka strætó geta séð áætlunartíma Strætó á Straeto.is:

Aukaferð verður farin með strætó vegna dagsins fyrir nemendur í Grindavík og fer strætó frá: Aðalbraut Grindavík kl. 12:40. Auk þess mun strætó fara frá Fjölbrautaskólanum kl. 15:30 til Grindavíkur.

Hægt er að hafa samband við straeto.is varðandi strætókort og strætómiða og í gegnum strætóappið.

Við bendum nemendum og forráðamönnum á að kynna sér reglur um almenningssamgöngur varðandi grímunotkun á heimasíðu Strætó https://www.straeto.is/is/covid-19

Vegna Covid 19 er ítrekað að ef nemendur eru með einhver einkenni um slappleika, kvef, hósta eða hálssærindi er mikilvægt að þeir haldi sig til hlés og fari í sýnatöku og komi í skólann þegar þeir eru orðnir hressir.