Í lok nóvember fóru sex nemendur og tveir kennarar til Orihuela á Spáni og tóku þátt í vikulangri dagskrá sem snerist um að læra um ýmislegt sem tegngist vatni og notkun þess. Ýmsar áhugaverðar heimsóknir voru á dagskránni. Nemendur fræddust um saltvinnslu, vistkerfi í vatni og sjó, vatnsorku, kíktu inn í kafbát og ýmislegt fleira. Einnig fékk hópurinn að heimsækja háskóla og vísindasafn þar sem nemendur fengu að framkvæma alls kyns tilraunir.
Ýmsar menningartengdar heimsóknir voru einnig á dagskránni, til dæmis má þar nefna heimsókn á heimili Miguel Hernández, skálds, ferð um miðbæ Murcia og móttöku í ráðhúsi Orihuela.
Ferðin var afar vel heppnuð og skemmtileg. Það voru mjög glaðir nemendur sem héldu heim á leið.
Í mars kom hópur nemenda ásamt kennara í heimsókn til okkar í FS. Í þessu samstarfsverkefni var lögð áhersla á bókmenntir. Meðal annars var farið með gestina á Þjóðminjasafnið, í Snorrastofu í Reykholti og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Heimsóknin tókst vel og gestirnir voru ánægðir með dagskrána okkar.
Í apríl heimsótti svo hópur þessa sömu nemendur til Eger í Ungverjalandi. Þar var haldið áfram með þema sem tengdist bókmenntum. Í Eger heimsóttum við bókasafn, háskóla, kastala og margt fleira. Auk þess var farin dagsferð til Búdapest þar sem farið var í heimsókn í þinghús Ungverja og gengið um Buda kastala.
Ferðin gekk einstaklega vel og góð stemning var í hópnum. Við þökkum samstarfsaðilum okkar kærlega fyrir góðar mótttökur. Hér að neðan má sjá myndir frá þessum þremur heimsóknum. Auk þess má skoða myndir og lesa frásagnir nemenda á þessari síðu: https://medfsutiheim.blogspot.com/






