Myndlistarnemendur í safnfræðslu í Duus

Nemendur í myndlist fóru í safnfræðslu í Listasafn Reykjanesbæjar ásamt kennara sínum, Gunnhildi Þórðardóttur. Það voru nemendur í teikningu, myndlist - fjarvídd og myndlist - myndgreiningu sem fóru á sýninguna Orð eru til alls sem kennarinn er einmitt sýningarstjóri að. Sýningin er hluti af lista- og ljóðahátíðinni Skáldasuð sem haldin er í Bíósal Duushúsa og stendur til 13. apríl. Nemendur unnu ljóðverk og tvívítt verk eftir að fá leiðsögn frá kennara og unnu með sýninguna sem innblástur. Verk nemenda verða svo sýnd á Barna-og menningarhátíð í Reykjanesbæ.