Umsóknarform: https://forms.office.com/e/f657NQNwg2
Umsókn um þátttöku í Nordplusverkefni: Technological solutions for the future.
Viltu taka þátt í skemmtilegu verkefni og ferðast til útlanda?
Við auglýsum eftir 10 nemendum til þess að taka þátt í samstarfi með nemendum frá Danmörku, Svíþjóð og Litháen.
Skilyrði fyrir þátttöku er að geta boðið nemanda gistingu þegar þau koma til okkar í heimsókn 31. mars-4. apríl 2025.
Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda kostnaði í lágmarki munu þeir gista á heimili nemanda. Nemendur sjá þó sjálfir um vasapening og kostnað við fæði á ferðalaginu til og frá áfangastað.
Nemendur geta farið í eina ferð, annað hvort til Danmerkur eða Svíþjóðar, ef þeir taka að sér að hýsa einn nemanda en ef þeir bjóða tveimur nemendum til sín geta þeir farið í báðar ferðirnar:
Danmörk haust 2025
Svíþjóð vor 2026
Hverri ferð fylgir undirbúningur og er sú vinna metin til einnar einingar. Markmið verkefnisins er leita lausna á ýmsum alþjóðlegum áskorunum með því að nota gervigreind. Nemendur velta fyrir sér siðferðilegum álitamálum sem tengjast gervigreind. Verkefnið veitir nemendum tækifæri til að brúa bilið milli fræða og raunverulegra áhrifa, á sama tíma og það opnar fyrir þeim tækifæri til að hitta fjölbreyttan hóp fólks frá mismunandi menningarheimum.
Til þess að sækja um þarf að fylla út þetta form í síðasta lagi 15. janúar: https://forms.office.com/e/f657NQNwg2