Með FS út í heim! Nýtt verkefni að fara í gang

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þátttakandi í stóru Erasmus+ verkefni ásamt Króatíu, Ítalíu, Lettlandi, Tyrklandi og Portúgal. Verkefnið kallast „Media and Information Literacy: Learning to Think Critically“. Verkefnið snýr að því að efla fjölmiðla- og upplýsingalæsi nemenda og þjálfa þá í gagnrýnni hugsun. Í heimsóknunum vinna nemendur verkefni um fjölbreytt mál sem tengjast viðfangsefninu. Hver ferð stendur yfir í fimm virka daga auk ferðadaga og verður ríkulegum tíma einnig varið í að kynnast menningu landanna með skoðunarferðum.

Við auglýsum eftir áhugasömum nemendum til þess að taka þátt í eftirfarandi ferðum:

  • Lettland: 8.-12. maí 2023
  • Tyrkland og Portúgal: Skólaárið 2023-2024
  • Króatía: Haustönn 2024

Hámarksfjöldi nemenda í hverja ferð eru fjórir og er áætlað að hver nemandi fari í eina ferð. Hverri ferð fylgir undirbúningur og er sú vinna metin til einnar einingar. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda honum í lágmarki munu þeir gista á heimili nemanda. Nemendur sjá sjálfir um vasapening og kostnað við fæði á ferðalaginu til og frá áfangastað. Æskilegt er að þátttakendur geti boðið gistingu þegar FS verður gestgjafi skólaárið 2023-2024.

Við óskum eftir umsóknum um þátttöku. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt sendur okkur umsóknarbréf þar sem þú segir okkur lítillega frá þér og hver vegna þú vilt taka þátt. Bréfið sendir þú síðan á harpa.einarsdottir@fss.is.
Þar sem verkefnið er í gangi næsta vetur geta einungis þeir nemendur sem verða nemendur við skólann næsta vetur sótt um.
Öllum umsóknum verður svarað. Skilafrestur er til 1. febrúar 2023.

Lógósamkeppni!
Ef þú er klár að föndra með myndir í tölvu er hér sérstakt tækifæri fyrir þig!
Okkur vantar tillögur að lógói (einkennismerki) fyrir verkefnið. Lógóið þarf að hafa fána hvers þátttökulands og vísa á einhvern hátt til þema verkefnisins (fjölmiðla- og upplýsingalæsi). Verðlaun verða veitt fyrir tillögur sem skilað er inn.