Með FS út í heim!

Umsókn um þátttöku í Nordplusverkefni: Technological solutions for the future.


Viltu taka þátt í nýju spennandi verkefni og ferðast til útlanda? Við auglýsum eftir 30 nemendum til þess að taka þátt í þessu spennandi verkefni.

Samstarfslöndin okkar eru Svíþjóð, Danmörk og Litháen og verður farið í eina ferð til hvers þeirra með 10 nemendur, hver nemandi fer í eina ferð.

Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda kostnaði í lágmarki munu þeir gista á heimili nemanda. Nemendur sjá þó sjálfir um vasapening og kostnað við fæði á ferðalaginu til og frá áfangastað.

Við auglýsum eftir 30 áhugasömum nemendum til þess að taka þátt. Skilyrði fyrir þátttöku er að geta boðið nemanda gistingu þegar þau koma til okkar í heimsókn á vorönn 2025.

Skipulag ferða:
Litháen 4.-8. nóvember 2024 (ferðadagar 3. og 9. nóv)
Ísland 31. mars-4. apríl 2025 (ferðadagar 30. mars og 5. apríl)
Danmörk haust 2025 (vika)
Svíþjóð vor 2026 (vika)

Hverri ferð fylgir undirbúningur og er sú vinna metin til einnar einingar. Markmið verkefnisins er hvetja nemendur til að hugsa um tæknilegar lausnir á alþjóðlegum áskorunum með nýtingu gervigreindar. Nemendur velta fyrir sér siðferðilegum álitamálum sem tengjast gervigreind. Verkefnið nemendum tækifæri til að brúa bilið milli fræða og raunverulegra áhrifa, á sama tíma og það opnar fyrir þeim tækifæri til að hitta fjölbreyttan hóp fólks frá mismunandi menningarheimum.

Umsóknir um þátttöku þar sem áhugasamir nemendur segja lítillega frá sér og hvers vegna þau vilja taka þátt sendast á netfangið: utiheim@fss.is fyrir 10. september 2024.