Með FS út í heim!

Umsókn um þátttöku í Erasmus+ verkefni.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja tekur nú um mundir þátt í Erasmus+ verkefni ásamt skólum frá Finnlandi, Ungverjalandi, og Spáni. Verkefnið kallast „Cultural Heritage in
a European context“ og snýst um að kynna nemendur fyrir mismunandi menningu þessara Evrópuþjóða, auk þess að bæta samskiptahæfni og gagnrýna hugsun.
Markmið verkefnisins er að fjölga þeim nemendum sem taka þátt í alþjóðlegri samvinnu, auka skilning á mikilvægi menningararfsins, þjálfa enskukunnáttu, og
auka tæknikunnáttu.

Nú auglýsum við eftir nemendum til að taka þátt í verkefninu. Ætlunin er að fara með nemendur í þrjár ferðir: 

  • til Spánar í mars 2022
  • til Finnlands í maí 2022
  • til Ungverjalands í mars/apríl 2023

Skólinn okkar mun svo taka á móti nemendum frá þessum löndum í október 2022. Hámarksfjöldi nemenda í hverja ferð er fimm og áætlað að hver nemandi fari í eina
ferð. Hverri ferð fylgir undirbúningsvinna og úrvinnsla eftir á og er þessi vinna metin til einnar einingar. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda
kostnaði í lágmarki munu nemendur gista heima hjá nemendum í þeim löndum sem heimsótt verða. Nemendur sjá þó sjálfir um vasapening.
Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:

  • vera bólusettur gegn covid-19
  • þátttakendur þurfa að búa til myndbönd skv. leiðbeiningum
  • þeir skuldbinda sig til að taka á móti erlendum nema þegar þeir koma í heimsókn til Íslands
  • taka þátt í dagskrá þegar nemendur koma til Íslands
  • taka þátt í undirbúningi „cultural day“ eftir hverja heimsókn

Við óskum eftir umsóknum um þátttöku. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt þá þarftu að skrifa umsóknarbréf þar sem þú tekur fram hvers vegna þú hefur áhuga og
af hverju við ættum að velja þig. Bréfið sendir þú síðan á kristjana.arnadottir@fss.is

Umsækjendur verða síðan boðaðir í viðtal.

Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2022.