Ljósmyndanemendur á faraldsfæti

Nemendur í ljósmyndaáfanga hafa verið á faraldsfæti að undanförnu enda er hluti af náminu í áfanganum að kynnast verkum og störfum ljósmyndara. Það eru nemendur í tölvuleikjagerð sem taka ljósmyndaáfangann sem hluta af sínu námi.

Fyrst fóru nemendur á sýningar í Hafnarborg í Hafnarfirði ásamt kennara sínum, Gunnhildi Þórðardóttur. Þar skoðaði hópurinn sýningarnar Kyrr lífsferill með verkum eftir Helga Vigni Bragason og sýninguna Landnám með verkum eftir Pétur Thomsen. Sýningarnar voru báðar hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hófst 25. janúar.

Nemendur fóru síðan í heimsókn til listamanns í stúdíóið hjá Oddgeiri Karlssyni ljósmyndara. Tilgangurinn var að sjá hvernig fagmaður vinnur og fengu nemendur að skoða tæki og tól og hlustuðu einnig á áhugaverðan fyrirlestur hjá Oddgeiri.